Spennan er mikil í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. ÍBV vann HK 1-0 í dag og hélt sér á lífi í botnbaráttunni. Mark ÍBV skoraði Eiður Aron úr umdeildri vítaspyrnu. Þetta var fyrsti sigurleikur ÍBV síðan 8. júlí. Hermann Hreiðarsson mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 0 - 1 ÍBV
„Þetta var upp á líf og dauða, þrjú stig var allt sem skipti máli og við tókum þau. Kredit á allt liðið þetta var samstaðan í hópnum, þetta var hópsigur.
Enda sástu samheldnina hjá okkur við ætlum okkur eitthvað. Ætlum að klára það sem við getum gert og halda þessu sprellifandi fyrir næstu helgi."
Eyjamenn vörðust vel.
„Það voru margar stórar frammistöður varnarlega. Auðvitað viltu alltaf meira fram á við. Þrjú stigin var allt í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir