Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   sun 01. október 2023 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dybala lagði bæði mörkin upp í sigri Roma
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 0 Frosinone
1-0 Romelu Lukaku ('22)
2-0 Lorenzo Pellegrini ('83)

Paulo Dybala og Romelu Lukaku byrjuðu í fremstu víglínu er Roma tók á móti nýliðum Frosinone í lokaleik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans.

Frosinone fór vel af stað á nýju tímabili á meðan Rómverjar byrjuðu hrikalega illa, en í dag tókst lærisveinum José Mourinho að bæta stöðuna á töflunni með dýrmætum sigri.

Dybala lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Lukaku á 22. mínútu en það voru gestirnir frá Frosinone sem voru sterkari. Þeir sköpuðu þó ekki mikla hættu og var staðan 1-0 eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Roma tók völdin á vellinum í síðari hálfleik og sáu gestirnir varla til sólar. Sigur Rómverja virtist aldrei í hættu eftir leikhlé og innsiglaði Lorenzo Pellegrini sigurinn með marki á 83. mínútu eftir undirbúning frá Dybala.

Roma er með 8 stig eftir 7 fyrstu umferðir tímabilsins, einu stigi minna heldur en Frosinone.

Næstu leikur Roma í deildinni er á útivelli gegn nýliðum Cagliari um næstu helgi, en á milli er heimaleikur gegn svissneska félaginu Servette í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner