Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 14:16
Elvar Geir Magnússon
Markmiðið að vinna Úkraínu og ná að minnsta kosti stigi gegn Frakklandi
Eimskip
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég fagna þessu. Fyrst og fremst er ég stuðningsmaður landsliðsins og nú er eitthvað í gangi," segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sem fagnar því að uppselt sé á komandi landsleiki.

Ísland er að fara að taka á móti Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM og er í öðru sæti fyrir þennan glugga. Fyrsta sæti riðilsins gefur beint sæti á HM en annað sætið umspil.

„Ég held að þjóðin skynji að það er möguleiki (á að komast á HM). Það er oft mikilmennskubrjálæði í okkar þjóð, ég fagna því og fíla það mjög vel. Það er ætlast til mikils af liðinu," segir Arnar um vonir og væntingar Íslendinga.

„Nú eru menn kannski farnir að velta því fyrir sér að ef við vinnum Úkraínu sé bara settur upp úrslitaleikur gegn Frökkum jafnvel í baráttunni um fyrsta sætið."

„Markmið okkar eru enn þau sömu. Í fyrsta glugga var stefnt í að ná í sigur og gefa Frökkum góðan leik. Núna eru markmiðin skýr í þessum glugga. Við höldum bara ótrauðir áfram."

Arnar var þá spurður út í hver markmiðin væru fyrir komandi leiki?

„Tölum bara íslensku. Þetta er sex leikja mót, okkur tókst að ná í úrslit í fyrsta glugganum. Við ætlum og verðum að vinna Úkraínu og svo á móti Frökkum ætlum við að ná jafntefli. Það eru bara okkar markmið. Markmiðin eru skýr, sigur gegn Úkraínu og minnsta kosti jafntefli gegn Frakklandi," svaraði Arnar.

Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn í næstu viku og svo Frakklandi á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner