Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   mið 01. október 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Uppselt á báða heimaleiki landsliðsins
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er á heimaleiki Íslands gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM.

Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 10. október kl. 18:45. Leikurinn gegn Frakklandi fer fram á sama stað mánudaginn 13. október kl. 18:45

Þetta eru síðustu heimaleikir Íslands í undankeppninni en í nóvember eru útileikir gegn Aserbaídsjan og Úkraínu.

Almenn miðasala á Frakkaleikinn hófst klukkan 12:00 á miðasöluvef KSÍ, í dag en takmarkaður fjöldi miða fór í sölu.

Um var að ræða þriðja hluta miðasölunnar á leikinn. Mótsmiðasala var fyrsti hluti hennar þar sem miðakaupendur gátu keypt miða á alla þrjá heimaleiki liðsins í undankeppninni. Því næst var boðið upp á að kaupa miða saman á leikina í október, gegn Úkraínu og Frakklandi. Í dag var síðasti hluti miðasölunnar þar sem seldir voru miðar á staka leiki.

Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir