Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mið 01. nóvember 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Róbert Frosti gerir nýjan samning við Stjörnuna
Róbert Frosti í leik með Stjörnunni.
Róbert Frosti í leik með Stjörnunni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Róbert Frosti Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna sem gildir næstu þrjú árin.

Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis.

Róbert, sem er fjölhæfur sóknarþenkjandi leikmaður, hefur komið virkilega sterkur inn í Stjörnuliðið, en hann tók sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022 og átti svo stóran þátt í flottu gengi liðsins í sumar.

Hann er einnig partur af U19 ára landsliði Íslands og var í hópnum sem fór í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.

„Við hlökkum til þess að fylgjast með honum vaxa enn frekar á komandi árum, enda virkilega spennandi leikmaður hér á ferð," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan endaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar í sumar og fer í Evrópukeppni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner