Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. desember 2021 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Benítez segir að mistök Coleman hafi kostað liðið
Rafael Benitez
Rafael Benitez
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rafa Benítez, stjóri Everton, segir að mistök Seamus Coleman hafi kostað liðið í 4-1 tapinu gegn Liverpool á Goodison Park í kvöld.

Everton hefur ekki unnið leik í deildinni síðan gegn Norwich í lok september.

Enn eitt tapið kom í kvöld á Goodison Park en Benitez telur að liðið hefði mögulega fengið eitthvað úr leiknum ef enski varnarmaðurinn Seamus Coleman hefði ekki gert afdrifamikil mistök um miðjan síðari hálfleikinn.

Demerai Gray átti slaka sendingu til baka á Coleman, sem hitti ekki boltann og nýtti Mohamed Salah sér það og skoraði þriðja mark Liverpool sem reyndist þungt högg fyrir heimamenn.

„Ég held að það geti hver sem er séð það að við gerðum of mörg mistök og þegar þú gerir það gegn toppliði þá þarf maður að gjalda fyrir þau."

„Stuðningsmennirnir voru byrjaðir að ýta á okkur og eftir að við skoruðum þá var andrúmsloftið mjög gott. Síðan byrjuðum við vel í síðari hálfleiknum en önnur mistök breytti leiknum."

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa en þegar þú tapar gegn liði sem hefur eytt svo miklum peningum og eru með marga góða leikmenn þá er ástæðan fyrir tapinu annað hvort mistök og hitt liðið er frekar gott."


Benítez telur að Everton verði ekki í botnbaráttu á þessari leiktíð.

„Nei, Ég hef mikla trú á þessu liði til að gera góða hluti. Við þurfum að fá leikmenn til baka og við verðum jafn sterkir og við vorum í byrjun móts."

„Við þurfum að læra að við getum ekki gert þessi mistök,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner