Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fös 01. desember 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðgerð líklega eini möguleikinn fyrir Bellingham
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur átt magnað tímabil fyrir Real Madrid en það er áhyggjuefni fyrir spænska stórveldið að leikmaðurinn hafi verið að spila í gegnum sársauka að undanförnu.

Hinn tvítugi Bellingham fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano í síðasta mánuði.

Að undanförnu hefur hann spilað í gegnum sársauka en hann skoraði í 4-2 sigri gegn Napoli á dögunum.

Núna segir The Athletic frá því að Bellingham þurfi mögulega að fara í aðgerð til að leysa vandamálið algjörlega. Það eru þó engin plön um aðgerð á þessari stundu.

Ef Bellingham fer í aðgerð, þá mun það líklega taka hann tvo mánuði að jafna sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner