Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fös 01. desember 2023 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Kvenaboltinn
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður og skoraði seinna mark Íslands í sigri á Wales í dag sem tryggði liðinu sæti í umspili um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Mér leið mjög vel þegar ég kom inn á. Mér fannst við vera með tök á leiknum. Það var geggjað að ná inn marki og sigla sigrinum heim," sagði Diljá Ýr.

Liðið átti erfitt með að halda í boltann en Diljá var spurð að því hvort hún hefði ekki viljað koma fyrr inn á.

„Maður er bara klár í það hlutverk sem manni er gefið. Um leið og ég kom inn á fanst mér við vera með tök á leiknum og ég var aldrei stressuð um neitt annað en að við myndum klára þetta," sagði Diljá.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti stórann þátt í báðum mörkum liðsins en hún átti frábæra sendingu á Diljá áður en hún skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

„Þjálfararnir voru nýbúnir að öskra á mig að halda breiddinni. Svo kemur fyrsta mómentið sem ég geri það, ég og Karó höfum spilað oft saman og þekkjum hvor aðra vel. Hún sagði við mig áður að sendingin myndi koma og hún veit að ég er þarna, þetta var bara geggjað," sagði Diljá.

Diljá var búin að sjá þetta mark fyrir sér.

„Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, mér finnst gaman að vera á vinstri kanntinum og fá boltann í hlaupinu og kötta inn á völlinn og skjóta. Ég var búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi og það virkaði í dag," sagði Diljá Ýr.

„Ég geri þetta mjög oft þegar ég leggst á koddann. Steini segir þetta mjög oft á fundum að við eigum að sjá fyrir okkur leikinn í hausnum. Ég tók nokkrar mínútur í gær og sá þetta fyrir mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner