Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 01. desember 2023 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Kvenaboltinn
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður og skoraði seinna mark Íslands í sigri á Wales í dag sem tryggði liðinu sæti í umspili um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Mér leið mjög vel þegar ég kom inn á. Mér fannst við vera með tök á leiknum. Það var geggjað að ná inn marki og sigla sigrinum heim," sagði Diljá Ýr.

Liðið átti erfitt með að halda í boltann en Diljá var spurð að því hvort hún hefði ekki viljað koma fyrr inn á.

„Maður er bara klár í það hlutverk sem manni er gefið. Um leið og ég kom inn á fanst mér við vera með tök á leiknum og ég var aldrei stressuð um neitt annað en að við myndum klára þetta," sagði Diljá.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti stórann þátt í báðum mörkum liðsins en hún átti frábæra sendingu á Diljá áður en hún skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

„Þjálfararnir voru nýbúnir að öskra á mig að halda breiddinni. Svo kemur fyrsta mómentið sem ég geri það, ég og Karó höfum spilað oft saman og þekkjum hvor aðra vel. Hún sagði við mig áður að sendingin myndi koma og hún veit að ég er þarna, þetta var bara geggjað," sagði Diljá.

Diljá var búin að sjá þetta mark fyrir sér.

„Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, mér finnst gaman að vera á vinstri kanntinum og fá boltann í hlaupinu og kötta inn á völlinn og skjóta. Ég var búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi og það virkaði í dag," sagði Diljá Ýr.

„Ég geri þetta mjög oft þegar ég leggst á koddann. Steini segir þetta mjög oft á fundum að við eigum að sjá fyrir okkur leikinn í hausnum. Ég tók nokkrar mínútur í gær og sá þetta fyrir mér."


Athugasemdir
banner