Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   fös 01. desember 2023 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd setur sig í samband við umboðsmenn Guirassy
Serhou Guirassy.
Serhou Guirassy.
Mynd: Getty Images
Serhou Guirassy, sóknarmaður Stuttgart í Þýskalandi, er á óskalista Manchester United fyrir janúargluggann.

Þetta kemur fram á Guardian.

Sagan segir að Man Utd hafi sett sig í samband við umboðsmenn Guirassy með það fyrir augum að kaupa sóknarmanninn í janúar. United vonast til að geta keypt sóknarmann til að veita Rasmus Höjlund samkeppni.

Guirassy, sem er 27 ára gamall, hefur farið með himinskautum í upphafi tímabilsins. Hann hefur gert 15 mörk í þýsku deildinni á tímabilinu og er næst markahæstur á eftir hinum ótrúlega Harry Kane.

Guirassy hefur komið mjög á óvart en það eru mörg félög að skoða það að kaupa hann, en United er að sýna honum mikinn áhuga þessa stundina.

Hann er með 17,5 milljón evra riftunarverð í samningi sínum og er því fáanlegur á góðu verði.
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner