Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fös 01. desember 2023 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Óli verður leikmaður AGF
Mynd: Aðsend
Fyrr í þessari viku fjallaði Fótbolti.net um það að tveir Stjörnumenn sem fæddir eru árið 2008 væru á leið til Danmerkur þegar þeir yrðu 16 ára á næsta ári.

Gunnar Orri Olsen hefur náð samkomulagi við FCK um að ganga í raðir félagsins og Tómas Óli Kristjánsson er sömuleiðis á förum til Danmerkur.

Þegar fyrri grein var skrifuð voru ekki upplýsingar um verðandi áfangastað Tómasar en danski miðillinn Tipsbladet segir frá því í dag að Tómas sé á leið til AGF.

Hann hittir þar fyrir Sölva Stefánsson sem fór frá Víkingi í sumar. Sölvi er einu ári eldri en Tómas.

Í frétt Tipsbladet segir að Tómas hafi nokkrum sinnum farið í heimsókn á æfingasvæði AGF og hafi spilað æfingaleik með unglingaliðinu gegn Ajax.

Tómas á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin. Hann lék með U17 landsliðinu í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner