Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. mars 2021 21:55
Aksentije Milisic
England: Man City vélin mallar áfram
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City 4 - 1 Wolves
1-0 Leander Dendoncker ('15 , sjálfsmark)
1-1 Conor Coady ('61 )
2-1 Gabriel Jesus ('80 )
3-1 Riyad Mahrez ('90 )
4-1 Gabriel Jesus ('90)

Manchester City tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og náði að vinna sinn 21 leik í röð í öllum keppnum.

Leikurinn byrjaðir frekar rólega þar sem heimamenn í City héldu boltanum mikið en án þess að skapa sér einhver afgerandi færi.

Það var síðan á fimmtándu mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir gott uppspil hjá City, þá komst Riyhad Mahrez upp að endamörkum og átti fasta sendingu fyrir markið sem Leander Dendoncker tæklaði í netið.

Raheem Sterling var mættur inn í teiginn og hefði líklegast komið boltanum yfir línuna ef Dendoncker hefði ekki tekið knöttinn. Aymeric Laporte skoraði fyrir City seint í fyrri hálfleiknum en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu, mjög tæpur dómur. City var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og staðan 1-0 þegar flautað var til leikhlés.

Wolves vann sig hins vegar hægt og rólega inn í leikinn í síðari hálfleiknum. Á 61. mínútu fékk liðið aukaspyrnu. Joao Moutinho tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Conor Coady og kláraði hann færði vel. Þetta var fyrsta snerting Wolves inn í vítateig City í leiknum.

Þetta mark gaf Wolves byr undir báða vængi og liðið sótti töluvert eftir mark Coady. Traore átti ágætis tilraun sem fór yfir markið en fljótlega byrjaði City liðið að herja á Wolves. Það skilaði sér á 80. mínútu en það skoraði Gabriel Jesus eftir fína sókn.

Eftir þetta datt botninn úr leik Wolves og náði Riyad Mahrez að skora þriðja mark City á 90. mínútu. Á fjórðu mínútu uppbótartímans skoraði Jesus sitt annað mark en þá var hann fyrstur að ná frákastinu.

Sanngjarn sigur City því staðreynd og þetta magnaða gengi liðsins heldur því áfram.
Athugasemdir
banner
banner