Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 02. mars 2021 18:20
Aksentije Milisic
Hvíta-Rússland: BATE tapaði í Ofurbikarnum - Willum skoraði úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Ofurbikarsins í Hvíta-Rússlandi fór fram í kvöld en þar mættust BATE Borisov og Shakhtyor Soligorsk.

BATE eru bikarmeistarar þar í landi en Shakhtyor eru deildarmeistarar og því mættust þessi lið í Ofurbikarnum í ár.

Leiknum lauk með 0-0 jafntefli og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppnis.

Willum Þór Willumsson byrjaði á bekknum í kvöld en hann kom inn á undir lok leiks. Willum hefur verið að jafna sig af meiðslum undanfarið.

BATE tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en Shakhtyor nýtti allar fimm spyrnur sínar. BATE klúðraði einni og því endaði leikurinn 5-4

Willum skoraði úr sinni spyrnu.
Athugasemdir
banner