Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Úr lélegu formi hjá Stjörnunni yfir í að skora gegn Liverpool
Scholz skorar gegn Liverpool fyrr í vetur.
Scholz skorar gegn Liverpool fyrr í vetur.
Mynd: Getty Images
Scholz í leik með Stjörnunni árið 2012.
Scholz í leik með Stjörnunni árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Scholz, varnarmaður FC Midtjylland, var í skemmtilegu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Scholz sló í gegn með Stjörnunni árið 2012 en hann hefur síðan þá spilað með Lokeren, Standard Liege, Club Brugge og Midtjylland.

Scholz varð danskur meistari með Midtjylland á síðasta tímabili. Hann skoraði gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vetur og vakti athygli í leikjunum gegn ensku meisturunum. Hann skoraði einnig í leik gegn Atalanta í vetur.

Bödker lofaði að þrífa ef Scholz myndi ekki standa sig
Þegar Scholz kom til Íslands árið 2012 var hann búinn að vera í fríi frá fótbolta og þá bjóst hann ekki við að ferillinn myndi ná sömu hæðum og hann hefur náð.

„Þegar ég kom til Íslands gerði ég tveggja ára samning við Stjörnuna sem var langt fyrir félagið því að vanalega gerðu íslensk félög bara eins árs samninga við erlenda leikmenn," sagði Scholz.

„Henrik (Bödker) lofaði Stjörnunni ýmsu og hann sagði meðal annars að ef ég myndi ekki standa mig myndi hann þrífa allt æfingasvæðið í góðan tíma. Hann sagði mér þetta síðar meir. Í fyrstu leikjunum voru stjórnarmennirnir byrjaðir að grínast í honum því ég var ekki í formi og spilaði illa fyrst."

Ekki eins margar fjallgöngur í dag
Hinn 28 ára gamli Scholz spilaði á endanum frábærlega hjá Stjörnunni og í kjölfarið keypti Lokeren hann í sínar raðir. Scholz hefur verið duglegur að halda sambandi við fólk á Íslandi. „Ég sakna Íslands auðvitað. Ég hef komið oft í heimsókn síðan ég spilaði þar 2012 og ég er í góðu sambandi við fólkið sem ég kynntist þar."

Þegar Scholz spilaði á Íslandi var hann duglegur að skoða íslenska náttúru og fara í fjallgöngur en hann segist ekki geta gert mikið af slíku í dag.

„Fyrstu árin á ferlinum mínum fór ég í fjallgöngu með engan mat þegar ég var í fríi en undanfarin ár hef ég farið til Japan og Suður-Ameríku í frí," sagði Scholz.

Hér að neðan má hlusta viðtalið í heild sinni en það byrjar eftir 77 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og Alexander Scholz
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner