Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 15:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Leeds marði jafntefli gegn tíu leikmönnum Huddersfield
Patrick Bamford tryggði Leeds stig
Patrick Bamford tryggði Leeds stig
Mynd: Getty Images

Leeds tapaði gríðarlega dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Championship deildinni þegar liðið heimsótti Huddersfield í dag.


Huddersfield komst yfir í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Jonathan Hogg nældi í sitt annað gula spjald stuttu síðar og Huddersfield lék manni færri allan seinni hálfleikinn.

Patrick Bamford jafnaði metin en nær komust Leedsarar ekki. Leeds er nú fimm stigum á eftir toppliði Leicester sem á leik til góða en liðið er að spila gegn QPR þessa stundina.

Cardiff vann annan leik sinn í röð þegar liðið lagði Bristol City. Cardiff er með 47 stig í 11. sæti. Bristol í 13. sæti með 44 stig.

Bristol City 0 - 1 Cardiff City
0-1 Perry Ng ('66 )

Huddersfield 1 - 1 Leeds
1-0 Michal Helik ('45 )
1-1 Patrick Bamford ('67 )


Athugasemdir
banner
banner
banner