Bayern Munchen fór illa að ráði sínu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Freiburg í þýsku deildinni.
Félagið hefur þegar gefið út að Thomas Tuchel muni yfirgefa félagið í sumar eftir slæmt gengi á tímabilinu en Leverkusen getur náð tíu stiga forystu á toppnum um helgina.
Tuchel var ansi harðorður í garð liðsins eftir jafnteflið í gær.
„Við spiluðum óagað og buðum upp á skyndisóknir. Við vorum ekki í stöðu, þetta var slæmt fyrsta hálftímann í fyrri hálfleik. Þetta var nánast harakiri. Við gerðum hluti sem við höfum aldrei rætt," sagði Tuchel.
Athugasemdir