Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 02. apríl 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Valdimar Sævarsson (KA)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andreas Skov Olsen.
Andreas Skov Olsen.
Mynd: Getty Images
Gefur ekkert eftir í skallatennis.
Gefur ekkert eftir í skallatennis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danni á leið í Love Island og fer svo á næstu eyðieyju.
Danni á leið í Love Island og fer svo á næstu eyðieyju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæklaður alla leið á eyðieyjuna.
Tæklaður alla leið á eyðieyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Algjör toppmaður
Algjör toppmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Getur þú verið áfram?
Getur þú verið áfram?
Mynd: Getty Images
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 7. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Valdimar er efnilegur framsækinn miðjumaður sem kom við sögu í einum leik sumarið 2022 og svo átta leikjum á síðasta tímabili. Hann á að baki fjóra leiki fyrir U17 landsliðið og var í æfingahóp U19 landsliðsins í vetur.

Valdimar sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Valdimar Logi Sævarsson

Gælunafn: Nánast alltaf bara kallaður Valdi.

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Lék minn fyrsta meistaraflokksleik í bikarnum á móti Reyni Sandgerði sumarið 2022 en var buinn að spila aður nokkra leiki í hinu stórkostlega kjarnafæðismoti. #7peat

Uppáhalds drykkur: 7up free

Uppáhalds matsölustaður: Myndi örugglega segja Lemon eða Serrano. Saffran lika þegar maður fer til Reykjavíkur.

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl, deili bílunum með foreldrunum.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Draumarnir eru geðveikir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta mikið á Aron Can þessa stundina

Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: King Sveppi Krull eða Steindi Jr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ekkert plan hjá okkur í dag svo vertu bara rólegur í sveitinni-frá mömmu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi liklegast aldrei spila fyrir KF.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Leikmennirnir í Club Brugge voru helviti goðir T.d Yaremchuk, Skov Olsen og Nusa.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Haddi (Hallgrímur Jónasson)

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pabbi (Sævar Pétursson) þegar maður spilar við hann í skalla tennis, getur verið alveg óþolandi.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Messi

Sætasti sigurinn: Í 4.flokk í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn þegar við unnum Stjörnuna 3-2

Mestu vonbrigðin: Þegar ég skoraði úr hjólhestaspyrnu á æfingu og lenti illa. Fór úr lið og brotnaði á olnboga.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gylfa Sig. Verð líka að gefa mínum manni Magnúsi Mána shout, væri til í að fá hann aftur heim í KA frá Þór.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Minn hafsent Ívar Örn Árnason er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi by far

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: hlýtur að vera Danni

Uppáhalds staður á Íslandi: Skógarböðin á Akureyri. Mæli hiklaust með.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ufff dettur ekki neitt hitt í hug.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist með landsliðinu í handbolta, Tindastól í körfunni og svo HM í pílunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í Nike phantom nuna

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki bara verið þegar ég fór í mina fyrstu æfingaferð og þurfti að syngja. Ég var aðeins 15 ára og var vel stressaður og tók lag með Bubba. Það var mjög óþægilegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi held ég taka Kára Gauta og Daníel Hafsteinsson. Þyrfti svo að taka einn gamlan kóng og taka Stubbinn með. Alvöru kóngar, gæti búið á þessari eyju með þeim.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri ógeðslega mikið til í að sja Danna fara í Love Island, hann er vist með rosalegt rizz

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Borða nánast enga sósu. T.d. Ef ég fæ mer pylsu þá fæ ég bara steiktan lauk eins ogeðslegt og það er. Engin sósa með Hamborga eða kjöti sem dæmi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Grímsi, algjör toppmaður og hefur hjálpað mer mikið eftir að ég kom upp í meistaraflokkinn. Rodri kom lika skemmtilega á óvart, alvöru kóngur.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn með verkefnið í dönsku.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Klopp hvort hann gæti ekki verið aðeins lengur.
Athugasemdir
banner