Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 18 ára Hákon í aðalliðshóp hjá stærsta félagi Danmerkur
Hákon er mjög efnilegur.
Hákon er mjög efnilegur.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson gæti á morgun spilað sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hákon Arnar er aðeins 18 ára gamall en hann er í hópnum sem mætir AGF á morgun.

Hákon gekk til liðs við FCK árið 2019 en hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Hann hefur verið að standa sig frábærlega með unglingaliðum félagsins, rétt eins og Orri Steinn Óskarsson hefur verið að gera.

„Ég spila eiginlega alltaf á vinstri kanti með U19 liðinu en núna í seinustu tveimur leikjum með aðalliðinu er ég búinn að spila falska níu eða sem tía. Ég get samt líka spilað frammi eða á miðjunni," sagði Hákon í viðtali við Fótbolta.net í janúar. Hann hefur spilað æfingaleiki með aðalliðinu en aldrei keppnisleik. Það gæti breyst á morgun.

FCK er stærsta félag Danmerkur en liðið er þessa stundina í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner