Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umdeilt víti dæmt á Guðrúnu í Íslendingaslag - Glódís og Mikael efst
Hallbera spilaði í fyrsta sigri AIK á tímabilinu í Íslendingaslag gegn Djurgården.
Hallbera spilaði í fyrsta sigri AIK á tímabilinu í Íslendingaslag gegn Djurgården.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Getty Images
Hallbera Guðný Gísladóttir hafði betur gegn Guðrúnu Arnardóttur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Báðar spiluðu þær allan leikinn; Guðrún fyrir Djurgården og Hallbera fyrir AIK. Djurgården tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks en AIK kom til betur í seinni hálfleiknum. Honoka Hayashi frá Japan skoraði bæði mörk AIK.

Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir Guðrún Arnadóttir var dæmd brotleg innan teigs. Guðrún virtist nú fara í boltann og var virkilega ósátt við dóminn. Hægt er að sjá myndband af vítaspyrnudómnum í 'story' hjá Heimavellinum á Instagram.



AIK er núna með fjögur stig í fjórða sæti eftir þrjá leiki. Djurgården er með þrjú stig.

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina að venju í vörn Rosengård í 2-0 útisigri á hennar gömlu félögum í Eskilstuna. Rosengård er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Diljá Ýr Zomers var ónotaður varamaður hjá Häcken í 1-1 jafntefli við Vittsjö. Häcken er í öðru sæti með sjö stig, rétt eins og Íslendingalið Kristianstad.

Mikael kom inn á í sigri Midtjylland
Í Danmörku kom Mikael Neville Anderson inn á sem varamaður þegar Midtjylland vann 3-0 sigur á Nordsjælland.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom Midtjylland á bragðið í leiknum með marki úr vítaspyrnu. Mikael kom inn á þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Stuttu eftir að hann kom inn á, þá kom þriðja markið.

Midtjylland er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner