Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool framlengir lán Harry Wilson og Rhian Brewster
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ákveðið að framlengja lánssamninga leikmanna sinna út tímabilið. Mirror og Times greindu frá í gærkvöldi.

Harry Wilson verður áfram hjá Bournemouth og Rhian Brewster hjá Swansea.

Wilson, 23, var lánaður út í fyrra og er kominn með sjö mörk í úrvalsdeildinni. Brewster, 20, var lánaður í janúar og er kominn með fjögur mörk í ellefu leikjum í Championship.

Jürgen Klopp hefur miklar mætur á þessum leikmönnum. Hann vildi halda Wilson í hópnum í fyrra en hefði ekki getað gefið kantmanninum þær mínútur sem hann þarf til að þroskast.

Þá hefur Klopp sagt að hann sé reiðubúinn að lána Brewster aftur út á næstu leiktíð ef nýr sóknarmaður á borð við Timo Werner kemur til félagsins í sumar.

Brewster gæti því farið aftur til Swansea á næstu leiktíð. Velska félagið er þremur stigum frá umspilssæti þegar níu umferðir eru eftir.

Vonast er til þess að fleiri félög fari að fordæmi Liverpool og leyfi lánsmönnum sínum að klára tímabilið þar sem þeir eru. Lánsmenn eru hvort sem er ekki gjaldgengir með öðru félagi fyrr en á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner