Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Útilokar endurkomu Muller í landsliðið þrátt fyrir magnað tímabil
Mynd: Getty Images
Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja ákvað að gera breytingar á landsliðshópnum eftir hrikalega frammistöðu á HM 2018 og slakt gengi í Þjóðadeildinni.

Löw batt enda á landsliðsferla Mats Hummels, Jerome Boateng og Thomas Müller fyrir rúmu ári síðan með það að markmiði að yngja upp í hópnum og leyfa næstu kynslóð að komast að.

Müller, sem verður 31 árs í september, hefur aftur á móti verið frábær eftir að Löw útilokaði hann úr landsliðinu og hafa Þjóðverjar biðlað til þjálfarans að endurskoða málið, sérstaklega í ljósi þess hversu vel liðinn Müller er meðal liðsfélaga sinna.

„Ég er mjög ánægður að Thomas sé að gera vel en ákvörðun Jogi stendur. Hann vill halda sig við þá leikmenn sem hafa verið að gera vel með landsliðinu að undanförnu," sagið Oliver Bierhoff, stjórnarmaður í þýska landsliðinu sem skoraði 37 mörk í 70 landsleikjum á sínum tíma.

Müller er búinn að skora sjö mörk og leggja átján upp í 29 deildarleikjum á tímabilinu. Auk þess hefur hann skorað fjögur og lagt þrjú upp í ellefu bikarleikjum.

Lærisveinar Löw enduðu á toppi C-riðils í undankeppni fyrir EM 2020. Þeir fengu 21 stig af 24 mögulegum eftir tap gegn Hollandi.

Þjóðverjar eru í dauðariðli mótsins á EM 2020, ásamt Frökkum, Portúgölum og vonandi okkur Íslendingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner