Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Wright: Giggs og Shearer eiga að fara fyrstir inn í frægðarhöllina
Ian Wright.
Ian Wright.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur sett á laggirnar sérstaka frægðarhöll (e. Hall of Fame).

Það átti að vera búið að taka inn fyrstu tvo leikmennina í höllina en athöfninni var frestað vegna heimsfaraldursins.

Ian Wright telur að Alan Shearer og Ryan Giggs eigi að vera teknir fyrstir inn í höllina. Wright telur að Arsenal goðsögnin Thierry Henry eigi að vera þriðji á blaði.

„Alan Shearer er með 260 mörk. Verður það toppað? Það þyrfti undraverðan markaskorara til að gera það. Svo horfir þú á Ryan Giggs sem er kominn með þrettán Englandsmeistaratitila," segir Wright.

Óvíst er hvenær fyrstu menn verða teknir inn í frægðarhöllina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner