Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fös 02. júní 2023 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Stjörnunnar og KA: Lykilmenn snúa aftur
Jakob fær tækifæri í byrjunarliðinu
Ísak Andri snýr aftur.
Ísak Andri snýr aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn er mættur aftur.
Ívar Örn er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom inn af bekknum í síðasta leik og hjálpaði KA að innbyrða sigur.
Kom inn af bekknum í síðasta leik og hjálpaði KA að innbyrða sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Klukkan 18:00 mætast Stjarnan og KA í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í 10. umferð deildarinnar. Stjarnan er fyrir leikinn í 11. sæti deildarinnar, fallsæti, stigi á eftir Fram sem er í sætinu fyrir ofan og stigi fyrir ofan botnlið Keflavík.

KA er sjö stigum fyrir ofan Stjörnuna með 14 stig í 5. sætinu.

Stjarnan tapaði gegn KR á Meistaravöllum í síðustu umferð en KA vann 4-2 heimasigur gegn Fram þar sem Jakob Snær Árnason reyndist hetjan.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Ísak Andri, Adolf Daði, Kjartan Már og Róbert Frosti koma allir inn. Ísak Andri var fjarri góðu gamni í síðasta leik.

Emil Atlason, Hilmar Árni Halldórsson og Joey Gibbs taka sér sæti á bekknum en Baldur Logi Guðlaugsson er ekki í hópnum. Heiðar Ægisson kemur inn í hópinn í stað Baldurs.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Jakob Snær og Ívar Örn koma inn í liðið. Ívar var fjarri góðu gamni í síðasta leik.

Ásgeir Sigurgeirsson tekur sér sæti á bekknum en Kristoffer Paulsen, sem leysti Ívar af í síðsutu tveimur leikjum, er ekki í hópnum. Birgir Baldvinsson snýr aftur í hóp KA eftir meiðsli. Ívar ber fyrirliðabandið hjá KA þar sem Ásgeir er á bekknum.

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Björn Berg Bryde
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner