Manchester City og Manchester United mætast í úrslitum enska bikarsins klukkan 14:00 á Wembley á morgun.
Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem þessi lið eigast við í úrslitum bikarsins.
Man City hefur unnið keppnina sex sinnum en United tólf sinnum. Aðeins Arsenal hefur unnið keppnina oftar en United eða fjórtán sinnum.
Það verður einhver breyting á liðunum. Antony, leikmaður United, er meiddur og verður líklega ekki með. Það er spáð því að Alejandro Garnacho verði í byrjunarliðinu og Jadon Sancho á hinum vængnum.
Stefan Ortega er í marki Man City en það er þegar ákveðið. Annars er lítið óvænt í liði Man City.
SportsMole birti líkleg byrjunarlið beggja liða en þau má sjá hér fyrir neðan.
Líklegt byrjunarlið Man City: Ortega; Walker, Dias, Ake; Stones, Rodri; Bernardo, De Bruyne, Gundogan, Grealish; Haaland
Líklegt byrjunarlið Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Varane, Lindelof, Shaw; Casemiro, Eriksen; Sancho, Fernandes, Garnacho; Rashford
Athugasemdir