Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   fös 02. júní 2023 00:02
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óskar Smári: Við vorum einstaklingar og þær voru lið
Kvenaboltinn
Óskar Smári, þjálfari Fram
Óskar Smári, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við erum mjög svekkt, þetta var vont tap á móti liði sem kom upp með okkur í fyrra“ sagði Óskar Smári, þjálfari Fram, eftir 1-6 tap gegn Gróttu í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Grótta

Grótta er frábært lið, ég ætla ekki að tala þær niður en okkar frammistaða var bara vond.

Þrátt fyrir að bæði lið séu nýliðar hafa þau byrjað deildina á mjög ólíkan hátt. Fram eru í 9. sæti með 1 stig eftir fimm leiki á meðan Grótta eru með 12 stig og á toppnum eins og staðan er í augnablikinu. 

"Við vorum einstaklingar en þær voru lið og það fór margt úrskeiðis í dag hjá okkur.

Það voru ekki liðnar nema 20 sekúndur þegar Grótta setti fyrsta markið og eftir það gengu þær á lagið og gáfu í. Eins og áður segir hefur tímabilið byrjað erfiðlega hjá Fram og aðspurður hvort að það sé að hafa áhrif á leikmenn segir hann:

Já ég held það. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist í dag þá já. Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Við þurfum að fara að gera hlutina miklu betur. Við þurfum að axla ábyrgð, við þurfum að taka af skarið, við þurfum að vera leiðtogar, við þurfum að vera karakterar. Við erum litlar, við erum hræddar, við erum smeykar, við erum hræddar við að tapa og það er vont.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilararnum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner