Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 02. júní 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís: Auðvitað hundleiðinlegt að skora svona mark
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara svona fínn leikur, Fylkir er mikið orkulið og það fór mikil orka í leikinn okkar við Blikana og mér fannst við geta gert aðeins betur í dag," sagið Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings eftir 5 - 2 sigur á Fylki í Fossvoginum í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Það var mikil orka í þeim, það verður að hrósa þeim. Við skoruðum samt fimm mörk og erfitt að kvarta en mér fannst við sloppy," sagði Aron.

Eini tapleikur Víkinga í sumar var gegn HK í Kórnum en þeir lentu undir eftir 50 sekúndur í dag. Óttaðist Aron að það væri annar HK leikur í vændum?

„Nei, ég segi það nú ekki en það var merki þess að vera smá sloppy að byrja illa og lenda undir. En svo fannst mér við taka þetta yfir og komast í 2-1. Þá förum við aftur niður og þeir enda fyrri hálfleikinn mjög sterkt. Svo klárum við þetta í seinni þegar það kemur 5-2."

Aron Elís skoraði sjálfur jöfnunarmarkið í leiknum og beðinn um að lýsa því eins og hann upplifði það sagðist hann hafa rætt það við Þórð Þorstein Þórðarson dómara.

„Sko, ég held þetta hafi farið í hendina á mér. Hvort það hafi farið af líkamanum mínum í hendina. Ég talaði við Þórð dómara um það, hann segir að ef hann hafi farið í hendina þá sé það ólöglegt," sagði Aron.

Nokkur umræða hefur verið í fótboltasamfélaginu um að dómar falli mikið með Víkingum, besta liði landsins sem þarf ekki á því að halda.

„Jájá, en það er samt lítið talað um að Blikamarkið hafi verið rangstaða, og svo átti HK að fá rautt spjald í fyrri hálfleik þegar við mættum þeim. Við vælum ekki yfir því. Auðvitað er hundleiðinlegt að skora svona mark ef það lítur þannig út. Það er erfitt að meta það inni á vellinum og kannski sést það betur í sjónvarpinu. Þórður sagðist ekki hafa séð neitt því þetta er klafs, hann spurði mig og ég sagði mína hlið á þessu, svo verða menn að dæma hvernig það lítur út í sjónvarpinu."
Athugasemdir
banner
banner