Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   sun 02. júní 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís: Auðvitað hundleiðinlegt að skora svona mark
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara svona fínn leikur, Fylkir er mikið orkulið og það fór mikil orka í leikinn okkar við Blikana og mér fannst við geta gert aðeins betur í dag," sagið Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings eftir 5 - 2 sigur á Fylki í Fossvoginum í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Það var mikil orka í þeim, það verður að hrósa þeim. Við skoruðum samt fimm mörk og erfitt að kvarta en mér fannst við sloppy," sagði Aron.

Eini tapleikur Víkinga í sumar var gegn HK í Kórnum en þeir lentu undir eftir 50 sekúndur í dag. Óttaðist Aron að það væri annar HK leikur í vændum?

„Nei, ég segi það nú ekki en það var merki þess að vera smá sloppy að byrja illa og lenda undir. En svo fannst mér við taka þetta yfir og komast í 2-1. Þá förum við aftur niður og þeir enda fyrri hálfleikinn mjög sterkt. Svo klárum við þetta í seinni þegar það kemur 5-2."

Aron Elís skoraði sjálfur jöfnunarmarkið í leiknum og beðinn um að lýsa því eins og hann upplifði það sagðist hann hafa rætt það við Þórð Þorstein Þórðarson dómara.

„Sko, ég held þetta hafi farið í hendina á mér. Hvort það hafi farið af líkamanum mínum í hendina. Ég talaði við Þórð dómara um það, hann segir að ef hann hafi farið í hendina þá sé það ólöglegt," sagði Aron.

Nokkur umræða hefur verið í fótboltasamfélaginu um að dómar falli mikið með Víkingum, besta liði landsins sem þarf ekki á því að halda.

„Jájá, en það er samt lítið talað um að Blikamarkið hafi verið rangstaða, og svo átti HK að fá rautt spjald í fyrri hálfleik þegar við mættum þeim. Við vælum ekki yfir því. Auðvitað er hundleiðinlegt að skora svona mark ef það lítur þannig út. Það er erfitt að meta það inni á vellinum og kannski sést það betur í sjónvarpinu. Þórður sagðist ekki hafa séð neitt því þetta er klafs, hann spurði mig og ég sagði mína hlið á þessu, svo verða menn að dæma hvernig það lítur út í sjónvarpinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner