Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 02. júní 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís: Auðvitað hundleiðinlegt að skora svona mark
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara svona fínn leikur, Fylkir er mikið orkulið og það fór mikil orka í leikinn okkar við Blikana og mér fannst við geta gert aðeins betur í dag," sagið Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings eftir 5 - 2 sigur á Fylki í Fossvoginum í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Það var mikil orka í þeim, það verður að hrósa þeim. Við skoruðum samt fimm mörk og erfitt að kvarta en mér fannst við sloppy," sagði Aron.

Eini tapleikur Víkinga í sumar var gegn HK í Kórnum en þeir lentu undir eftir 50 sekúndur í dag. Óttaðist Aron að það væri annar HK leikur í vændum?

„Nei, ég segi það nú ekki en það var merki þess að vera smá sloppy að byrja illa og lenda undir. En svo fannst mér við taka þetta yfir og komast í 2-1. Þá förum við aftur niður og þeir enda fyrri hálfleikinn mjög sterkt. Svo klárum við þetta í seinni þegar það kemur 5-2."

Aron Elís skoraði sjálfur jöfnunarmarkið í leiknum og beðinn um að lýsa því eins og hann upplifði það sagðist hann hafa rætt það við Þórð Þorstein Þórðarson dómara.

„Sko, ég held þetta hafi farið í hendina á mér. Hvort það hafi farið af líkamanum mínum í hendina. Ég talaði við Þórð dómara um það, hann segir að ef hann hafi farið í hendina þá sé það ólöglegt," sagði Aron.

Nokkur umræða hefur verið í fótboltasamfélaginu um að dómar falli mikið með Víkingum, besta liði landsins sem þarf ekki á því að halda.

„Jájá, en það er samt lítið talað um að Blikamarkið hafi verið rangstaða, og svo átti HK að fá rautt spjald í fyrri hálfleik þegar við mættum þeim. Við vælum ekki yfir því. Auðvitað er hundleiðinlegt að skora svona mark ef það lítur þannig út. Það er erfitt að meta það inni á vellinum og kannski sést það betur í sjónvarpinu. Þórður sagðist ekki hafa séð neitt því þetta er klafs, hann spurði mig og ég sagði mína hlið á þessu, svo verða menn að dæma hvernig það lítur út í sjónvarpinu."
Athugasemdir
banner