Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   sun 02. júní 2024 20:46
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér finnst þetta fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera drullufínir í svona 70 mínútur, sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5 - 2 tap gegn Víkingi úti í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Við vorum mjög góðir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, byrjum leikinn vel í seinni og jöfnum. Erum vel inni í leiknum og fengum dauðafæri í 2-2 eða 3-2. Við vorum mjög öflugir og fjórða markið gerði útslagið hjá þeim. Öll mörkin sem þeir skora, fyrir utan síðasta markið, eru mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og mér fannst við ekki líta nógu vel út í þessum mörkum. Það eru oft einstaklingsmörk sem gera það að verkum að við fáum mörk á okkur. Mér fannst þetta ekki líta nægilega vel út, við erum búnir að fá fullt af mörkum á okkur í sumar og þetta voru skrítnustu mörkin. Heilt yfir er ég samt ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa tapað 5-2. Við getum byggt mikið ofan á það sem var jákvætt í þessum leik."

Er einbeitingaskortur vandamálið?

„Mér finnst þriðja markið, þeir senda hann innfyrir, Breki er eitthvað á eftir honum og svo kemur Helgi aðsvífandi á fjærstöngina og við erum vel mannaðir þarna fyrir framan. Mér fannst þetta lélegt og við eigum að koma í veg fyrir þetta á mjög auðveldan hátt. Sama með fjórða markið sem þeir skora, samskiptaleysi milli Óla, Breka og Geira og boltinn skoppar einhvern veginn inn. Við eigum að koma í veg fyrir þetta. Þetta er bara lélegt. Fyrsta markið var hendi."

Það var meira en hendi, þú vildir fá aukaspyrnu í hina áttina líka?

„Það var kannski bara röfl í mér. Mér fannst þetta allavega vera hendi, en auðvitað eru þeir alltaf að blokka fyrir leikmenn og við gerum það líka og það gera það flest lið. Dómararnir gera ekki mikið í því og það er bara eins og það er. Það jafnast allt út á endanum, hendi var það allavega."

Pirraði það þig mikið?

„Auðvitað pirraði það mig, það er óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins og hrikalega vel mannað lið. Þeir sýndu líka í þriðja og fjórða markinu sem þeir skora, það eru bara gæði í þessu. Við lendum eftriá og þeir hafa það mikil gæði í liðinu sínu og bara klára það.En mér fannst við fínir í 75 mínútur og gera það bara fínt. Við eigum samt að koma í veg fyrir þessi mörk."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner