Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 02. júlí 2020 23:15
Gylfi Tryggvason
Albert Brynjar: Talað um að ég hafi farið hingað til að slaka á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir unnu sinn þriðja 3-0 sigur í deildinni í kvöld þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörkin. Hann var síðan tekinn út af. Var hann pirraður að fá ekki tækifæri á þrennunni?

„Yfirleitt hef ég tuðað mikið yfir því. Þetta gerðist nokkrum sinnum í vetur og ég lét þá heyra það þá en ég gat ekki kvartað í dag. Ég var algjörlega búinn. Við erum búnir að spila þrjá leiki í deild plús erfiðan bikarleik við ÍA sem tók mikið á. Ég fann fyrir þessum leikjum í dag þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Þannig að þessi skipting átti rétt á sér," sagði Albert brosandi.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

Hvað finnst honum um að hafa tekið skrefið í 2. deild þegar honum bauðst að spila ofar? „Mér líður hrikalega vel í þessu liði af því að metnaðurinn og hugarfarið er svo hrikalega gott í öllu liðinu. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, hvort sem það er á móti ÍA eða æfingaleikur við Val. Við nálgumst þetta mót til að vinna það.

„Margir hafa talað um að ég hafi farið í þetta lið til að slaka aðeins á en ég hef alltaf sagt að ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og ég er tilbúinn að hlaupa af mér rassgatið til að gera það."
Athugasemdir
banner