Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   fim 02. júlí 2020 23:15
Gylfi Tryggvason
Albert Brynjar: Talað um að ég hafi farið hingað til að slaka á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir unnu sinn þriðja 3-0 sigur í deildinni í kvöld þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörkin. Hann var síðan tekinn út af. Var hann pirraður að fá ekki tækifæri á þrennunni?

„Yfirleitt hef ég tuðað mikið yfir því. Þetta gerðist nokkrum sinnum í vetur og ég lét þá heyra það þá en ég gat ekki kvartað í dag. Ég var algjörlega búinn. Við erum búnir að spila þrjá leiki í deild plús erfiðan bikarleik við ÍA sem tók mikið á. Ég fann fyrir þessum leikjum í dag þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Þannig að þessi skipting átti rétt á sér," sagði Albert brosandi.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

Hvað finnst honum um að hafa tekið skrefið í 2. deild þegar honum bauðst að spila ofar? „Mér líður hrikalega vel í þessu liði af því að metnaðurinn og hugarfarið er svo hrikalega gott í öllu liðinu. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, hvort sem það er á móti ÍA eða æfingaleikur við Val. Við nálgumst þetta mót til að vinna það.

„Margir hafa talað um að ég hafi farið í þetta lið til að slaka aðeins á en ég hef alltaf sagt að ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og ég er tilbúinn að hlaupa af mér rassgatið til að gera það."
Athugasemdir
banner
banner