Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 02. júlí 2020 23:15
Gylfi Tryggvason
Albert Brynjar: Talað um að ég hafi farið hingað til að slaka á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir unnu sinn þriðja 3-0 sigur í deildinni í kvöld þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörkin. Hann var síðan tekinn út af. Var hann pirraður að fá ekki tækifæri á þrennunni?

„Yfirleitt hef ég tuðað mikið yfir því. Þetta gerðist nokkrum sinnum í vetur og ég lét þá heyra það þá en ég gat ekki kvartað í dag. Ég var algjörlega búinn. Við erum búnir að spila þrjá leiki í deild plús erfiðan bikarleik við ÍA sem tók mikið á. Ég fann fyrir þessum leikjum í dag þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Þannig að þessi skipting átti rétt á sér," sagði Albert brosandi.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

Hvað finnst honum um að hafa tekið skrefið í 2. deild þegar honum bauðst að spila ofar? „Mér líður hrikalega vel í þessu liði af því að metnaðurinn og hugarfarið er svo hrikalega gott í öllu liðinu. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, hvort sem það er á móti ÍA eða æfingaleikur við Val. Við nálgumst þetta mót til að vinna það.

„Margir hafa talað um að ég hafi farið í þetta lið til að slaka aðeins á en ég hef alltaf sagt að ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og ég er tilbúinn að hlaupa af mér rassgatið til að gera það."
Athugasemdir
banner
banner