Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Lyon hafði fyrst samband fyrir tveimur árum
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, samdi í gær við margfalda Evrópumeistara Lyon. Samningur Söru við þýska félagið Wolfsburg rann út um mánaðarmótin.

Sara segir í viðtali við Sindra Sverrisson á Vísi að Lyon hafi fyrst haft samband árið 2018.

„Lyon hafði fyrst samband við mig fyrir tveimur árum. Á þeim tímapunkti fannst mér ekki alveg rétti tíminn til að breyta til. Ég vildi klára minn samning við Wolfsburg og fannst ég ekki hafa lokið mínu verkefni þar. Núna var svo samningurinn að renna út og ég gat ekki sleppt tækifærinu til að segja já við eitt besta lið í heiminum," sagði Sara við Vísi.

„Ég er aftur tilbúin núna að fara í nýtt og krefjandi verkefni. Ég veit að þó að ég hafi verið búin að vinna mér inn sterka stöðu hjá Wolfsburg þá verður það krefjandi að gera slíkt hið sama hjá Lyon. Það verður mikil samkeppni, en ég þrífst í þannig umhverfi. Ég er ekki komin á þann stað að vilja slaka eitthvað á. Ég finn að ég þrái meira."

Á dögunum var Sara sterklega orðuð við Barcelona en hún segir að Lyon hafi verið efst á blaði. „Það voru einhverjar viðræður en ég var á þeim tímapunkti orðin alveg ákveðin í því að semja við Lyon. Ég veit ekki hvernig þetta fór svona langt í fjölmiðlum," sagði Sara við Vísi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner