Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. júlí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Galtier og Sacramento lentir í París
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Paris Saint-Germain er að ráða nýjan þjálfara sem verður kynntur opinberlega í næstu viku. Hann heitir Christophe Galtier og er lentur í París ásamt verðandi aðstoðarþjálfara sínum Joao Sacramento.


Galtier er talinn besti þjálfari frönsku deildarinnar undanfarin ár þar sem honum tókst að vinna titilinn með Lille í fyrra. Hann yfirgaf þó félagið yfir sumarið eftir ósætti við nýjan eiganda, tók við Nice og stýrði þeim í sjötta sæti frönsku deildarinnar sem gefur þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Nice þurfti að borga um 4 milljónir evra til að kaupa Galtier frá Lille og líklegt að PSG komi til með að greiða svipaða upphæð til að tryggja sér þennan flotta þjálfara.

Aðstoðarmaður Galtier verður enginn annar en Joao Sacramento sem hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Roma um áramótin.

Sacramento hefur starfað sem aðstoðarmaður Galtier áður, í 80 leiki í heildina, auk þess að hafa starfað með Marcelo Bielsa og Jose Mourinho. Sacramento fór með Mourinho frá Tottenham til Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner