Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 02. júlí 2022 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ingibjörg: Það er ný áskorun og ég tek því bara
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, mikið af góðum æfingum og það er verið að púsla öllu saman," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi í kvöld, en þar er liðið í æfingabúðum fyrir EM.

Ingibjörg átti góða innkomu í æfingaleikinn gegn Póllandi fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það var mjög gott að fá þann leik og það var margt sem við þurftum að fara í gegnum... Ég kem inn þar sem við erum að reyna að drepa leikinn, halda í boltann og þannig. Ég var frekar ánægð með innkomuna."

Ingibjörg hefur ekki verið að byrja mikið af landsleikjum upp á síðkastið, en hún segir það bara nýja áskorun sem hún er tilbúin að takast á við - að veita samkeppni og berjast um sæti í liðinu.

„Auðvitað vill maður spila sem mest. Maður þarf að einbeita sér betur að því hvaða hlutverk maður er að taka og hvar mikilvægi þess liggur. Það er ný áskorun og ég tek því bara. Það er auðvitað erfiðara að vera í aðeins minna hlutverki."

Lykilmaður í Vålerenga
Ingibjörg er í lykilhlutverki hjá Vålerenga, sem er eitt af þremur bestu liðum Noregs. Hvernig hefur tímabilið verið þar hingað til?

„Bara mjög fínt, við höfum verið að vinna liðin í neðri helmingnum mjög stórt en svo hefur þetta ekki fallið með okkur á móti betri liðunum. Það er klárlega margt sem við þurfum að bæta en heilt yfir hefur þetta verið mjög fínt."

Það hafa heyrst einhverjar sögusagnir um það að Ingibjörg sé mögulega á förum frá Vålerenga og talað áhuga frá Englandi og Svíþjóð. Hún segist ekki hafa heyrt neitt eins og er.

„Ég er með samning fram yfir næsta tímabil og ég verð áfram eins og er, en það er margt sem getur gerst í þessu. Öll mín einbeiting er á Vålerenga."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Ingibjörg meðal annars um mótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner