Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 02. júlí 2022 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ingibjörg: Það er ný áskorun og ég tek því bara
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, mikið af góðum æfingum og það er verið að púsla öllu saman," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi í kvöld, en þar er liðið í æfingabúðum fyrir EM.

Ingibjörg átti góða innkomu í æfingaleikinn gegn Póllandi fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það var mjög gott að fá þann leik og það var margt sem við þurftum að fara í gegnum... Ég kem inn þar sem við erum að reyna að drepa leikinn, halda í boltann og þannig. Ég var frekar ánægð með innkomuna."

Ingibjörg hefur ekki verið að byrja mikið af landsleikjum upp á síðkastið, en hún segir það bara nýja áskorun sem hún er tilbúin að takast á við - að veita samkeppni og berjast um sæti í liðinu.

„Auðvitað vill maður spila sem mest. Maður þarf að einbeita sér betur að því hvaða hlutverk maður er að taka og hvar mikilvægi þess liggur. Það er ný áskorun og ég tek því bara. Það er auðvitað erfiðara að vera í aðeins minna hlutverki."

Lykilmaður í Vålerenga
Ingibjörg er í lykilhlutverki hjá Vålerenga, sem er eitt af þremur bestu liðum Noregs. Hvernig hefur tímabilið verið þar hingað til?

„Bara mjög fínt, við höfum verið að vinna liðin í neðri helmingnum mjög stórt en svo hefur þetta ekki fallið með okkur á móti betri liðunum. Það er klárlega margt sem við þurfum að bæta en heilt yfir hefur þetta verið mjög fínt."

Það hafa heyrst einhverjar sögusagnir um það að Ingibjörg sé mögulega á förum frá Vålerenga og talað áhuga frá Englandi og Svíþjóð. Hún segist ekki hafa heyrt neitt eins og er.

„Ég er með samning fram yfir næsta tímabil og ég verð áfram eins og er, en það er margt sem getur gerst í þessu. Öll mín einbeiting er á Vålerenga."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Ingibjörg meðal annars um mótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner