Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ísland eina landið sem á tvær á lista yfir stjörnur framtíðarinnar
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir komast báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar.

Um er að ræða leikmenn sem eru fæddar 2003 og síðar, en Ísland er eina landið sem á tvo leikmenn á aðallistanum.

Amanda er yngsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í sumar en hún er aðeins 18 ára gömul. Hún spilar með Kristianstad í Svíþjóð og er gríðarlega efnileg.

„Sóknarsinnaður miðjumaður sem er frábær í því að rekja boltann, hún er með auga fyrir markinu og góða yfirsýn. Kannski er ótrúlegur fótavinna hennar besti eiginleiki, en það gerir henni kleift að dansa framhjá varnarmönnum með auðveldum hætti,” í greininni um Amöndu.

Cecilía er gífurlega efnilegur markvörður sem lék með Bayern München í Þýskalandi á síðustu leiktíð.

„Hún er bara 18 ára en það er ótrúlegt að sjá hversu mikla reynslu hún er með. Hún er góð í að verja og sterk í teignum, en hún er líka mjög sterk andlega,” segir í þessari sömu grein um Cecilíu.

Amanda og Cecilía eru tvær af okkar efnilegustu leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með því hversu langt þær fara. Þær eru báðar á leið á sitt fyrsta stórmót.
Athugasemdir
banner
banner