Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein landsliðskonan vanari hitanum
Icelandair
EM KVK 2025
Hildur gefur áritun.
Hildur gefur áritun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur á æfingu Íslands á dögunum.
Hildur á æfingu Íslands á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það hefur verið mikill hiti í Sviss síðustu daga en stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru þar að taka þátt á Evrópumótinu.

Það er búist við meira en 30 gráðum þegar Ísland hefur leik á mótinu gegn Finnlandi í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

Það má segja að það sé allavega einn leikmaður í hópnum sem er mjög vanur þessum hita en miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir hefur spilað síðustu mánuði á Spáni með Madrid CFF.

„Mér finnst það," sagði Hildur aðspurð að því hvort það væri auðveldara að takast á við hitann eftir að hafa spilað á Spáni.

„Ég átti alveg í vandræðum með hitann fyrir, en núna er ég búin að spila í hita í ár og er orðin vön þessu. Veit öll trikkin og þannig."

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16:00 í dag.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner