Liverpool hefur hafnað formlegri fyrirspurn frá Bayern München varðandi Luis Díaz. Þýska félagið hafði áhuga á að fá Kólumbíumanninn en Liverpool hefur gert það ljóst að þeir ætla ekki að selja hann og hlusta ekki á tilboð í sumar.
Díaz, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Porto í janúar 2022. Hann skoraði 13 mörk og lagði upp sjö í deildinni og skilaði alls 22 mörkum fyrir félagslið og landslið á síðasta tímabili.
Barcelona gerði einnig tilraun fyrr í sumar til að fá Díaz, en Liverpool hafnaði því tilboði sömuleiðis. Félagið telur hann mikilvægan hluta af liðinu og hefur enga áform um að selja hann, þrátt fyrir áframhaldandi áhuga frá liðum á borð við Manchester City og liðum í Sádi-Arabíu.
Díaz, sem á tvö ár eftir af samningi sínum, tjáði sig um framtíð sína fyrr í sumar og sagðist mjög ánægður hjá Englandsmeisturunum.
Athugasemdir