Sænski njósnarinn Jasper Vallmark er að taka við starfi yfirnjósnara í Skandinavíu hjá Englandsmeisturum Liverpool. Borås Tidning segir frá.
Vallmark er einn besti njósnari Svíþjóðar og er maðurinn á bakvið frábæran árangur Elfsborg á síðustu árum.
Njósnarinn þróaði forrit sem hjálpar til við að finna nýja leikmenn fyrir félagið og það er að mörgu leyti því að þakka að félagið gat fundið falda demanta á Norðurlöndunum og í Afríku, sem félagið seldi síðan með miklum hagnaði.
Vallmark er maðurinn sem uppgötvaði Hákon Rafn Valdimarsson og keypti hann til Elfsborg frá Gróttu árið 2021. Hann var síðan seldur til Brentford á síðasta ári.
Samkvæmt Borås Tidning er Liverpool að ganga frá samkomulagi við Vallmark og mun hann taka við starfa á næstu vikum.
????| @boras_tidning: Liverpool are set to recruit IF Elfsborg scout Jasper Vallmark as a regional scout for Scandinavia, with the region becoming a growing source of talent in recent years which the club want to tap into. pic.twitter.com/lsUMoTS8Xi
— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) July 2, 2025
Athugasemdir