Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að ráða manninn sem uppgötvaði Hákon Rafn
Vallmark fann Hákon Rafn sem var síðan seldur til Brentford á síðasta ári
Vallmark fann Hákon Rafn sem var síðan seldur til Brentford á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski njósnarinn Jasper Vallmark er að taka við starfi yfirnjósnara í Skandinavíu hjá Englandsmeisturum Liverpool. Borås Tidning segir frá.

Vallmark er einn besti njósnari Svíþjóðar og er maðurinn á bakvið frábæran árangur Elfsborg á síðustu árum.

Njósnarinn þróaði forrit sem hjálpar til við að finna nýja leikmenn fyrir félagið og það er að mörgu leyti því að þakka að félagið gat fundið falda demanta á Norðurlöndunum og í Afríku, sem félagið seldi síðan með miklum hagnaði.

Vallmark er maðurinn sem uppgötvaði Hákon Rafn Valdimarsson og keypti hann til Elfsborg frá Gróttu árið 2021. Hann var síðan seldur til Brentford á síðasta ári.

Samkvæmt Borås Tidning er Liverpool að ganga frá samkomulagi við Vallmark og mun hann taka við starfa á næstu vikum.


Athugasemdir
banner
banner