
„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Það var mikið af mótlæti í dag og við vorum ekki nógu góðar. Ég hef fulla trú á því að við spilum betur næst," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 1-0 tap gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss í kvöld.
„Mér fannst þær loka mjög vel á Sveindísi sem tekur kannski aðeins frá því sem við erum oftast að gera, að setja hana í kapphlaup. Mér fannst við spila góðan seinni hálfleik og við vorum oft hættulegar þegar við misstum mann út af."
„Mér fannst þær loka mjög vel á Sveindísi sem tekur kannski aðeins frá því sem við erum oftast að gera, að setja hana í kapphlaup. Mér fannst við spila góðan seinni hálfleik og við vorum oft hættulegar þegar við misstum mann út af."
„Það er eðlilegt að liðið sé stressað í fyrsta leik á EM en við lærum af þessu. Núna er þessi leikur búinn og við verðum að halda áfram," sagði Karólína.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, fór veik af velli í hálfleik. Það var högg að missa hana.
„Það er ekkert verra en að missa Glódísi Perlu út af. Hún var fárveik og það sást á henni. Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan. Það er erfitt að missa fyrirliðann út af," sagði Karólína.
Hún hefur trú á því að það muni ganga vel að rífa sig upp eftir þetta tap en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir