Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Einkunnir Íslands: Ógeðslega lélegt
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía var langbesti leikmaður Íslands.
Cecilía var langbesti leikmaður Íslands.
Mynd: EPA
Við hefðum þurft að finna Karólínu betur.
Við hefðum þurft að finna Karólínu betur.
Mynd: EPA
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: EPA
Sveindís fór illa með góðar stöður.
Sveindís fór illa með góðar stöður.
Mynd: EPA
Það er ekki hægt að vera mjög bjartsýnn né glaður eftir leik Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Finnland og var frammistaða Íslands í leiknum léleg lengst af. Það náðist enginn taktur og það var lítil sem engin ró á boltanum. Frammistaðan var aðeins betri eftir að við urðum einum færri, eins furðulega og það hljómar.

Stelpurnar þurfa heldur betur að rífa sig í gang ef þær ætla sér að gera eitthvað á þessu móti. Við byrjuðum á auðveldasta andstæðingnum og fengum ekkert úr þeim leik.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 7
Langbesti leikmaður Íslands í þessum leik og það segir mikið. Bjargaði því að við fengum ekki fleiri mörk á okkur.

Guðný Árnadóttir - 3
Átti mjög dapran dag, því miður. Virkaði mjög stressuð í fyrri hálfleiknum og lokaði ekki nægilega vel í markinu.

Glódís Perla Viggósdóttir - 5
Það var vont að missa fyrirliðann af velli í hálfleik.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 5
Var ekki nægilega góð á boltanum og virkaði óörugg á köflum.

Guðrún Arnardóttir - 4
Átti eina hörmulega sendingu í fyrri hálfleik sem skapaði hættulegt færi fyrir Finna. Líður ekki vel í bakverðinum en var skárri í seinni hálfleik.

Alexandra Jóhannsdóttir - 5
Það var kraftur í henni og það er meira en hægt er að segja um marga aðra leikmenn Íslands.

Hildur Antonsdóttir - 3
Skildi liðið eftir í vondri stöðu þegar hún fékk rautt spjald í seinni hálfleik. Náði sér ekki á strik fyrir það.

Hlín Eiríksdóttir - 4
Náði ekki miklum takti í leiknum og var tekin af velli snemma í seinni hálfleik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5
Komst ekki mikið í boltann og það er miður. Við vorum mikið að negla honum fram í staðinn fyrir að finna Karólínu. Ef við hefðum fundið hana betur, þá hefði kannski gengið betur.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 4
Fundum hana ekki mikið og fór illa með tvær góðar stöður í seinni hálfleik. Vel gert hjá Finnunum að loka á hana.

Sandra María Jessen - 5
Hélt boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en hefði getað komið Íslandi yfir þegar hún var í dauðafæri. Setti boltann í varnarmann.

Varamenn:
Sædís Rún Heiðarsdóttir - 5
Agla María Albertsdóttir - 4
Dagný Brynjarsdóttir - 5
Katla Tryggvadóttir - 6

Næstu leikir Íslands:
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi
Athugasemdir
banner
banner
banner