Sádi-arabíska félagið Al Hilal hefur fengið marokkóska framherjann Abderrazak Hamdallah á láni frá Al-Shabab út HM félagsliða.
Hamdallah er 34 ára gamall og algjör goðsögn í sádi-arabísku úrvalsdeildinni.
Hann hefur leikið í Sádi-Arabíu síðustu átta árin og unnið tvo deildaritla.
Lengi vel átti hann metið yfir flest mörk á einu tímabili í úrvalsdeildinni áður en Cristiano Ronaldo sló það á síðasta ári.
Hamdallah er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar í sögunni með 150 mörk og í miklum metum þar í landi, svo miklum metum að Al Hilal, eitt besta lið deildarinnar, hefur fengið hann á láni út HM félagsliða.
Al Hilal vann Manchester City, 4-3, í 16-liða úrslitum mótsins á dögunum og mætir næst Fluminense. Hamdallah er kominn með leikheimild fyrir þann leik.
Our new loan signing: Abderrazak Hamdallah is Hilali ?????? pic.twitter.com/iCVVu40NzW
— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) July 2, 2025
Athugasemdir