
„Seinni hálfleikurinn var betri. Finnar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og kannski voru þær að skapa aðeins fleiri færi þá. Við sköpum fullt af færum í seinni hálfleik en fáum auðvitað mark á okkur líka þá," sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir 1-0 tap gegn Finnlandi á Evrópumótinu.
„Við getum verið svekktar í kvöld en svo er áfram gakk á morgun og öll einbeiting fer á Sviss. Við þurfum bara að vinna heimakonur, það er bara þannig."
Þetta var kannski skrítinn leikur að því leytinu til að við áttum betri kafla eftir að við urðum einum færri.
„Já, kannski. Fljótlega eftir að ég kem inn á, þá fáum við mark á okkur. Þá getur maður farið 'all in' og við höfum engu að tapa. Þá er auðveldara að sleppa af sér beislinu. Það er jákvætt að þegar við erum einum færri að við náðum að skapa fullt. Það er líka hægt að taka jákvæða punkta þegar við vorum jafnmargar inn á vellinum."
Hvernig heldurðu að það muni ganga hjá liðinu að rífa sig upp eftir þessi vonbrigði?
„Ég held að það muni bara ganga vel. Leikmenn mega vera svekktir í kvöld. En við vöknum á morgun og þá er æfing. Þá er mikilvægt að við setjum alla einbeitingu á Sviss. Við getum vel unnið þær en við þurfum að spila vel. Það þýðir ekki að svekkja sig of lengi. Við þurfum að setja alla einbeitingu okkar á Sviss."
„Við þurfum að spila betur og við þurfum að gera það í 90 mínútur. Þetta eru allt heimsklassa lið," sagði Dagný.
Í lok viðtalsins var Dagný spurð út í stuðninginn sem liðið fékk í dag en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir