

Sérfræðingum RÚV fannst íslenska liðið hafa verið í handbremsu og hræðsla hafa einkennt spilamennskuna.
Ísland er í vondum málum á EM kvenna strax eftir fyrsta leik en liðið tapaði gegn Finnlandi 0-1 í leik sem var að ljúka. Það verður erfitt fyrir liðið að komast upp úr riðlinum.
Sérfræðingar RÚV segja frammistöðu íslenska liðsins mikil vonbrigði, hræðsla hafi einkennt spilamennsku Íslands og liðið hafi ekki virst hafa plan.
Sérfræðingar RÚV segja frammistöðu íslenska liðsins mikil vonbrigði, hræðsla hafi einkennt spilamennsku Íslands og liðið hafi ekki virst hafa plan.
„Vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst spilamennskan líka vera ákveðin vonbrigði. Finnar stýrðu þessum leik og það var ekki fyrr en við vorum einum færri sem við náðum að herja eitthvað á Finna," segir Ólafur Kristjánsson.
„Við erum bara í handbremsu, með axlarböndin. Mér finnst skrítið að horfa á liðið svona. Þetta eru bara mjög mikil vonbrigði, mér finnst þetta finnska lið ekkert spes. Mér fannst hræðslan við að tapa leiknum skína í gegn," segir Adda Baldursdóttir.
„Höfum það alveg á hreinu að þetta finnska lið er ekki svona gott, við vorum bara svona slakar. Hvað var liðið að reyna að gera ellefu gegn ellefu? Ég var að tuða yfir því að liðið væri of hrætt við að tapa og við vorum eins og litla liðið í þessum leik. Við pressuðum þær ekki og þorðum ekki að halda í boltann. Við byrjum á móti slakasta liðinu í riðlinum og það er eins og við séum langslakasta liðið í riðlinum," segir Albert Brynjar Ingason.
Athugasemdir