Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 02. júlí 2025 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir segir tilfinninguna súra en að allt sé galopið og að liðið ætli enn að stefna að því að komast upp úr riðlinum eftir 1-0 tapið gegn Finnum í opnunarleik EM í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

Ísland tapaði opnunarleik Evrópumótsins gegn Finnum, 1-0, í Sviss í dag.

Frammistaðan var arfaslök í þeim fyrri en skánaði í þeim síðari.

Íslenska liðið varð fyrir mikilli blóðtöku í hálfleik er Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, þurfti að fara af velli vegna magakveisu, en Ingibjörg tók við bandinu í þeim síðari.

„Ótrúlega margt sem gerðist. Við náðum ekki að mæta klárar í fyrri hálfleik ef við vissum að það væri stress á fyrstu mínútunum og náðum ekki að hrista að af okkur eins fljótt og við vildum. Síðan er bara ótrúlega margt sem gerðist í framhaldinu,“ sagði Ingibjörg við fjölmiðla.

Margar í hópnum eru á þriðja stórmótinu. Á þetta ekki að vera orðið venjulegt?

„Það er mjög auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt en stórmót er stórmót. Við viljum ótrúlega mikið vinna og komast áfram. Með þeim markmiðum kemur pressa sem við setjum á okkur sjálfar, með pressu kemur stress og spenna. Maður getur nýtt reynslu sína í þetta og minnkað stressið en það verður alltaf stress og spenna þannig við þurfum að læra af þessu og gera betur næst en að sama skapi er þetta fyrsti leikur á stórmóti og allt opið þannig við erum ekki alveg að grafa hausinn niður í sandinn.“

Hildur Antonsdóttir sá rauða spjaldið í þeim síðari fyrir brot sem enginn sá nema dómarinn, en Ingibjörg segir að það var enginn möguleiki á að hreyfa við dómaranum sem var viss í sinni sök.

„Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki og ekki alveg hvað gerðist. Það var mjög erfitt að sjá þetta því það var mikið að gerast en dómarinn var handviss og þá er lítið hægt að segja við hana.“

Ingibjörg talaði einnig um Glódís Perlu, sem hefur verið einn besti varnarmaður heims síðustu ár, en það yrði mikil blóðtaka að vera án hennar.

„Já það er rosalega vont en við þurfum að vera viðbúnar þessu og fannst við tækla það ágætlega. Vonandi fáum við hana inn í næsta leik.“

„Hún er bara búin að vera mjög slöpp og búin að gera allt sem hún getur til að koma til baka fyrir þennan leik. Hún er búin að prófa allt og bara alger hetja fyrir að komið inn í þennan leik.“


Markmiðið er áfram það sama: Að komast upp úr riðlinum.

„Það er auðvitað súrt að tapa í fyrsta leik en að sama skapi þurfum við að vera fljótar að skipta um hugarfar og hugsa um næsta leik. Þetta er stórmót og þrír dagar í næsta leik. Við þurfum að fókusa á hann og vitum að þetta er langt mót. Við ætlum okkur að komast áfram og þá þurfum við að vinna næsta leik. Við byrjum á því.“

„Hundrað prósent. Þetta er fyrsti leikur og sex stig eftir í pottinum. Ef við vinnum báða leikina og byrjum á næsta leik þá er allt opið,“
sagði Ingibjörg eftir leikinn.
Athugasemdir
banner