Heimild: RÚV

Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli vegna magakveisu þegar Ísland tapaði gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM. Hún greindi frá þessu í viðtali við RÚV eftir leikinn.
„Ég er búin að vera með magakveisu síðan eftir leikinn á móti Serbíu. Ég hélt ég væri orðin góð en ég var það ekki. Ég var bara með niðurgang," segir Glódís.
„Ég er búin að vera með magakveisu síðan eftir leikinn á móti Serbíu. Ég hélt ég væri orðin góð en ég var það ekki. Ég var bara með niðurgang," segir Glódís.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Finnland
Frammistaða Íslands var ekki góð og úrslitin mikil vonbrigði.
„Auðvitað er þetta drullusvekkjandi og við ætluðum að vinna þennan leik. En svona koma upp atvik sem er erfitt að stjórna. Stelpurnar gera þetta frábærlega þegar við erum manni færri í seinni hálfleik. Við stígum upp og sköpum færi og þorum að fara inn í pressu. Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við náðum að spila þennan seinni hálfleik.“
Magakveisa hjá Glódísí, einlæg Sveindís og Ingibjörg hefur trú ???????? pic.twitter.com/8rlgDPuk49
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Athugasemdir