
Það er búið að flauta til hálfleiks í Thun þar sem Ísland og Finnland eru að gera markalaust jafntefli í fyrsta leik EM 2025. Frammistaða Íslands í fyrri hálfleiknum hefur ekki verið góð
Það sem meira er þá er það augljóst að Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, gengur ekki heil til skógar.
Það sem meira er þá er það augljóst að Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, gengur ekki heil til skógar.
Glódis var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins en sagði á fréttamannafundi í gær að þau meiðsli væru að baki.
Það er augljóslega eitthvað að hrjá hana þar sem hún hefur tvisvar sest niður í fyrri hálfleiknum og beðið um aðhlynningu. Í seinna skiptið var Sædís Rún Heiðarsdóttir búin að gera sig klára að koma inn á.
Í fyrra skiptið sem hún settist niður, þá skipti hún um stuttbuxur samkvæmt Vísi.
Glódís harkaði af sér og kláraði fyrri hálfleikinn, en það er spurning hversu mikið meira hún getur spilað í dag.
Ísland þarf að spila betur í seinni hálfleiknum en okkar stelpur eru í raun heppnar að vera ekki undir í leikhléinu.
Uppfært 17:03: Glódís fór út af í hálfleik og Sædís Rún kom inn á fyrir hana.
Athugasemdir