
„Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að byrja þetta vel. Við gerðum það ekki í dag," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í kvöld.
Hvað fannst þér fara úrskeiðis í spilamennskunni?
Hvað fannst þér fara úrskeiðis í spilamennskunni?
„Við spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik fannst mér. Við erum eitthvað stressaðar á boltanum, veit ekki hvað er í gangi. Við erum að verjast vel samt. Við með boltann er eitthvað sem við þurfum að laga. Það var ekki nógu gott," sagði Sveindís.
Seinni hálfleikurinn var röð vondra atburða þar sem Glódís fer af velli í hálfleik og Hildur Antons fékk rautt spjald.
„Auðvitað er aldrei gott að missa Glódísi af velli en það eru tveir leikir eftir og við viljum hafa hana hressa í þeim leikjum. Mér fannst það ekki sjást að við værum eitthvað laskaðar eftir það. Rauð spjöld breyta leikjum en mér fannst við eflast eftir það og komum sterkar til leiks eftir rauða spjaldið. Við hefðum bara átt að skora."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir