
Ísland hefur leik á EM í Sviss í dag. Fyrsti andstæðingurinn er Finnland.
Það er rosa mikilvægt að byrja á því að ná í góð úrslit og eru möguleikarnir góðir gegn finnska liðinu, þó það megi alls ekki vanmeta þær í leiknum á eftir.
Það er rosa mikilvægt að byrja á því að ná í góð úrslit og eru möguleikarnir góðir gegn finnska liðinu, þó það megi alls ekki vanmeta þær í leiknum á eftir.
„Finnska liðið er bara gott. Þeir sem halda að við séum að labba upp úr þessum riðli með vinstri hendi er kolrangt metið. Ég er ánægður með viðhorfið hins vegar, að það sé sagt að markmiðið sé að fara úr riðlinum. Mér finnst það gott hugarfar en þetta eru erfið lönd sem við erum að spila við. Finnland er með gott lið og þær eru með stelpur í ensku úrvalsdeildinni, bandarísku úrvalsdeildinni og sterkum liðum á Norðurlöndum," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í Uppbótartímanum fyrir nokkrum dögum síðan.
Í finnska landsliðinu eru leikmenn sem eru að spila í góðum liðum eins og Tottenham, AC Milan, Real Sociedad og Chicago Red Stars í Bandaríkjunum.
„Þetta er betra lið en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Óskar Smári og tók Magnús Haukur Harðarson undir það.
Stærsta stjarnan í liði Finnlands er Natalia Kuikka, miðvörður sem spilar með Chicago Red Stars. Hún er miðvörður sem gæti náð 100 landsleikja múrnum á EM. Kuikka hefur fimm sinnum verið valin fótboltakona ársins í Finnlandi.
Svo eru þær með miðjumanninn Eveliina Summanen sem hefur spilað fyrir Tottenham í nokkur ár núna og skapað sér nafn í enska fótboltanum.
Hin 36 ára gamla Linda Sällström, fyrirliðinn, mun svo leika fremst. Hún hefur skorað 64 mörk í 152 landsleikjum og er mikil goðsögn í finnskum fótbolta. „Hún er að spila í Vittsjö í Svíþjóð. Þær eru með mikla reynslu í sínu liði," sagði Óskar Smári en það eru þrjár í liðinu með meira en 100 landsleiki og fimm með meira en 90 landsleiki.
Athugasemdir