Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Berg til Sameinuðu arabísku furstadæmanna (Staðfest)
Mynd: Al Dhafra
Jóhann Berg Guðmundsson hefur fundið sér nýtt félag í Mið-Austurlöndunum en hann er mættur til Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Landsliðsmaðurinn kemur til félagsins frá Al Orobah í Sádi-Arabíu þar sem hann hefur spilað síðasta árið eftir að hafa eytt tíu árum á Englandi hjá Burnley og Charlton.

Jóhann, sem er 34 ára gamall, kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans rann út í Sádi-Arabíu.

Það tók hann ekki langan tíma að finna sér nýtt félag en hann er mættur til Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Al Dhafra vann B-deildina á nýafstöðnu tímabili og spilar því í efstu deild á komandi leiktíð.

„Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir í úrvalsdeildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ skrifaði Jóhann Berg við færsluna hjá Al Dhafra.


Athugasemdir
banner