Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Segja starf Conte í hættu - Allegri orðaður við Inter
Conte var ráðinn til Inter síðasta sumar. Þar áður stýrði hann Chelsea, ítalska landsliðinu og Juventus.
Conte var ráðinn til Inter síðasta sumar. Þar áður stýrði hann Chelsea, ítalska landsliðinu og Juventus.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að starf Antonio Conte hjá Inter er í hættu eftir ummæli sem hann lét falla eftir 0-2 sigur gegn Atalanta í lokaumferð ítalska deildartímabilsins.

Conte lét vel í sér heyra eftir sigurinn og eru stjórnendur Inter ósáttir með ummælin. Þeir telja Conte vera vanþakklátan eftir að hafa gefið honum mikið svigrúm á tímabilinu.

Frétt af vefsíðu Gianluca Di Marzio greinir frá því að Massimiliano Allegri sé líklegastur til að taka við starfinu ef Conte verður rekinn.

Inter endaði í öðru sæti Serie A á leiktíðinni, einu stigi eftir toppliði Juventus.

Allegri hefur verið samningslaus síðan hann stýrði Juventus í fimm ár frá 2014 til 2019. Þar áður stýrði hann AC Milan, Cagliari og Sassuolo meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner