Ajax er búið að staðfesta komu markvarðarins Maarten Stekelenburg aftur til félagsins eftir níu ára dvöl erlendis. Hollendingurinn rann út á samningi hjá Everton og kemur því á frjálsri sölu.
                
                
                                    Stekelenburg verður 38 ára í haust og hefur verið varamarkvörður hjá Everton undanfarin fjögur ár. Þar áður spilaði hann fyrir Southampton, Fulham og Roma.
Hann á 58 landsleiki að baki fyrir Holland og var aðalmarkvörðurinn frá 2007 til 2012, þar sem hann nældi sér meðal annars í silfurmedalíu á HM 2010.
Mögulegt er að þessi skipti liðki fyrir brottför Andre Onana, aðalmarkverði Ajax sem er eftirsóttur af Chelsea.
We still owed you this one...
— AFC Ajax (@AFCAjax) August 1, 2020
Contract = signed. 🖊️#WelcomeBack pic.twitter.com/uhsG1jowcy
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
