Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan gæti spilað sex leiki og orðið Íslandsmeistari
Stjarnan hefur spilað sex leiki og ekki enn tapað.
Stjarnan hefur spilað sex leiki og ekki enn tapað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ gerði reglugerð fyrir Íslandsmótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í reglugerðinni segir að hægt verði að krýna Íslandsmeistara í Pepsi Max-deildunum ef 2/3 leikja verður kláraður.

Meðalfjöldi stiga mun þá ráða niðurstöðu deildana, það er að segja ef 2/3 leikja verður spilaður.

Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær. Þórir Hákonarson, íþróttarstjóri Þróttar í Reykjavík, tók dæmi um það að Stjarnan gæti orðið Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex deildarleiki í sumar. Leikmannahópur Stjörnunnar er nú þegar búinn að fara einu sinni í sóttkví í sumar.

„Við megum aldrei detta í þá gryfju að ætla að leggja upp mótið þannig að klára bara 2/3 af því. Við verðum að vera með plan til að klára það alveg," sagði Þórir.

„Stjarnan er búin að vera til umræðu og þeir hafa spilað fáa leiki. Ef svo óheppilega vill til að það kemur upp smit innan Stjörnunnar og þeir þurfa að fara í sóttkví. Þá gæti klárast 2/3 af mótinu og Stjarnan orðið Íslandsmeistari. Hin liðin myndu klára 15, 16 umferðir á meðan Stjarnan spila sína sex leiki og verður Íslandsmeistari."

„Við viljum þetta ástand ekki. Það verður að vera búið að spila 2/3 af leikjum viðkomandi móts. Í grunninn þýðir það að Stjarnan hefði getað orðið Íslandsmeistari með því að vinna einn leik. Það er fullt af flækjustigum sem verður að horfa til. Menn verða að vera vakandi og eiga samtalið svo öll sjónarmið komist á framfæri."

„Ég ítreka það að við megum ekki setja það upp í hausnum á okkur að við ætlum að stefna á það að klára 2/3 af mótinu. Við ætlum bara að klára mótið."

Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Guðni bjartsýnn á að Íslandsmótið klárist - Nóvember varamánuður
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner