Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yorke hvetur Lingard til að róa á önnur mið
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur spilað 205 leiki fyrir Manchester United og þótti feykilega efnilegur leikmaður á sínum tíma. Þeir tímar eru þó liðnir þar sem Lingard verður 28 ára í desember.

Hann hefur ekki staðið undir væntingum síðustu tvö tímabil og hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir slakar frammistöður.

Dwight Yorke er goðsögn hjá Man Utd og ráðleggur hann Lingard að skipta um félag áður en það verður of seint.

„Við bundum miklar vonir við þennan leikmann. Við elskum leikmenn sem alast upp hjá félaginu og höfðum mikla trú á Jesse því hann elskar þetta félag. Við bjuggumst við að hann væri þar sem Marcus Rashford er í dag," sagði Yorke.

„Það hefur eitthvað verið að plaga hann og það er ljóst að hann þarf að finna nýjan gír. Það er bara ekki að gerast eins og staðan er í dag. Þegar maður er 27 ára gamall þá ætti maður að vera í byrjunarliði. Þegar það er ekki raunin þá ætti maður að byrja að líta í kringum sig og skipta um félag.

„Hann hefur verið að fá tækifæri en hann veit það manna best sjálfur að hann verður að gera meira til að komast aftur í liðið."


Lingard spilaði 38 leiki fyrir Man Utd á nýliðnu tímabili, þar af 22 í ensku úrvalsdeildinni. Hann var hvorki búinn að skora né leggja upp á deildartímabilinu þar til hann skoraði á 98. mínútu í úrslitaleik gegn Leicester í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner