Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 02. ágúst 2021 11:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi nýtur sín í fríinu á rándýrri snekkju
Gömlu liðsfélagarnir njóta saman í fríi
Gömlu liðsfélagarnir njóta saman í fríi
Mynd: EPA
Lionel Messi er eins og staðan er núna, án félags. Samningur hans við Barcelona rann út í sumar en hann er í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Hann virðist hinsvegar hinn rólegasti þar sem hann sást á rándýrri snekkju á dögunum með fjölskyldunni sinni ásamt Luis Suarez, Cesc Fabregas og fjölskyldum þeirra.

Það er talið að það kosti 67.5 þúsund pund á viku að leigja þessa snekkju.

Barcelona er í miklum vandræðum þar sem félagið getur ekki skráð nýjustu leikmenn liðsins í hópinn fyrir deildina þar sem liðið er yfir launaþaki deildarinnar. Barcelona þarf því að selja marga leikmenn til að geta skráð nýju leikmennina og samið við Messi.
Athugasemdir